Flapsatjakkar

Hentar litlum og stórum bátum

 

Hallastrýing (Trim)

Aukin þægindi

Sparar eldsneyti

Nærð meiri hraða

Við notkun á þessum búnaði sparast eldsneyti, góð hallastýring (Trim), aukin þægindi og báturinn nær meiri hraða. Með hallastýringu er meðal annars hægt að stýra því hvernig báturinn tekur ölduna og minnka þannig högg á siglingu. Komin er góð reynsla á notkun þeirra við íslenskar aðstæður þar sem þeir hafa sýnt fram á  að vera sterkir og áreiðanlegir.  

IsoTækni ehf.  Hóf framleiðslu á rafknúnum flapsatjökkum 1997. Þeir eru sterkbyggðir og áreiðanlegir, smíðaðir úr sýru og seltuþolnu AISI 316 gæða ryðfríu stáli. Þeir eru jafn kraftmiklir bæði upp og niður og halda alltaf sinni stöðu. Flapsatjakkarnir eru ryk- og vatnsþéttir og uppfylla staðal IP69k. 12 Vdc og 24 Vdc.Einkaleyfi Patent No. 2 370 030, 6 772 653

 

 

Flapsatjakkur helstu mál

Flapsatjakka sett

Settið inniheldur:
° 2 x Flapsatjakkar
° 2 x Festing að ofan með rafmagnsnippli
° 2 x Festing að neðan
° Tvöfaldur 2 hnappa rofi [ Marin Rocker Switch ]

 

Möguleikar:

° Tvöfaldur 2 hnappa rofi með tölvustýrðum ljósasúlum sem sýnir stöðu flapsatjakkana [ásamt stjórnboxi]
° Flapsaspjöld (valin frá flapsaspjöld töflu)

Flapsaspjöld

 

Festingar

 

2 Hnappa Rofi

Rofar m. Stöðuljósum

Flapsaspjöld fyrir allar gerðir báta